Norðurlandsmótaröð barna og unglinga

Lokamót Norðurlandsmótaraðar barna og unglinga fór fram á Jaðarsvelli í dag í blíðskaparveðri.

Alls tóku 42 krakkar á aldrinum 7-21 árs í mótinu í 10 flokkum.

Góð stemning var meðal keppenda við verðlaunaafhendinguna á pallinum við golfskálann. Afhent voru verðlaun bæði fyrir mótið sjálft sem og fyrir Norðurlandsmeistara sumarsins í hverjum flokki. Verðlaun mótsins komu frá Ellingsen, Ecco, Vodafone, Ak-Inn, Íslandsbanka og Hamborgarafabrikkunni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Úrslit úr mótinu í dag má sjá nánar inná golf.is.

Verðlaunahafar fyrir næstur holu voru:
4. hola: Alexander Franz Þórðarson GSS - 1,83 m
8. hola: Maron Björgvinsson GHD - 5,45 m
11. hola: Tumi Hrafn Kúld GA - 3,15 m
14. hola: Marianna Ulriksen GA - 3,00 m
18. hola: Björn Torfi Tryggvason GA - 2,12 m

Norðurlandameistarar 2017 urðu:
(jafnt var á stigum í 3 flokkum)

12 ára og yngri strákar:
Einar Ingi Óskarsson GFB &
Veigar Heiðarsson GHD

12 ára og yngri stelpur:
Kara Líf Antonsdóttir GA

14 ára og yngri strákar:
Mikael Máni Sigurðsson GA &
Óskar Páll Valsson GA

14 ára og yngri stelpur:
Anna Karen Hjartardóttir GSS &
Sara Sigurbjörnsdóttir

15-17 ára strákar:
Hákon Ingi Rafnsson GSS &
Lárus Ingi Antonsson GA

15-17 ára stelpur:
Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD

18-21 árs strákar:
Arnór Snær Guðmundsson GHD & 
Stefán Einar Sigmundsson GA

18-21 árs stelpur:
Erla Marí Sigurpálsdóttir GFB

Í mótslok gæddu svo keppendur og aðstandendur sér á pylsum og smá-borgurum frá Fabrikkunni.

Við óskum öllum vinningshöfum til hamingju með flotta frammistöðu í dag og sjáumst aftur hress og kát á golfvellinum næsta sumar!