Æfingatafla barna og unglinga GA

Vetrartafla 2024-2025 

Æfingatafla tekur gildi 4. nóvember

Þjálfarar eru:

  • Heiðar Davíð Bragason | PGA golfkennari GA | heidar@gagolf.is
  • Ólafur Gylfason             | PGA golfkennari GA | olafur@gagolf.is

Spurningar gagnvart skráningu á æfingar eða gagnvart golfskóla GA skulu berast á skrifstofa@gagolf.is

Spurningar gagnvart æfingatöflunni skulu berast á heidar@gagolf.is

Hægt er að prófa æfingar hjá GA gjaldfrjálst í 2 vikur áður en æfingagjaldið er greitt. Við mælumst samt með þvi að 12 ára og yngri séu skráðir í Golfskóla GA áður en þau mæta beint á æfingar svo þau séu komin með smá tök og skilning á íþróttinni fyrir fyrstu æfingu. Ef það er ekki mögulegt sökum annarra æfinga osfrv þá skiljum við það. Námskeiðsgjaldið í golfskólann gengur upp í æfingagjald GA 2024.

Iðkandi skal vera tilbúinn með golfsettið þegar æfingin hefst, þegar iðkandi mætir of seint á æfingu, tekur hann tíma frá öðrum iðkendum því þjálfari þarf að útskýra sérstaklega fyrir honum það sem búið er að segja þeim sem mættu á réttum tíma.

Nánari upplýsingar um starf GA er á heimasíðu félagsins gagolf.is undir Börn og unglingar.