Gleði – Virðing – Samskipti – Metnaður
Barna- og unglingastarf klúbbsins skiptist í þrjú tímabil yfir árið.
Æfingatöflur eru settar upp eftir þeim tímabilum með mismunandi æfingamagni og ólíkum áherslum.
Mest er um að vera á sumrin þegar æfingamagn er meira og mót bætast við hjá þeim sem eru komin með getu og vilja til þess að stíga það skref.
Tímabilin eru eftirfarandi:
Sumar og haustæfingar Golfklúbbs Akureyrar fara fram á eftirfarandi svæðum:
- Klöppum
- Stuttaspils æfingasvæðunum að Jaðri
- Dúddisen - par 3 holu völlur
- Jaðarsvöllur - 18 holu golfvöllur
Haust- og vetraræfingar fara fram í inniaðstöðu GA.
Æfingar fylgja skóladagatali Akureyrar, þegar það eru skipulagsdagar, vetrarfrí eða páskafrí þá er frí frá æfingum
Flokka- og aldursskipting GA
-
8. flokkur - 1. og 2. bekkur.
-
7. flokkur - 3. og 4. bekkur.
-
6. flokkur - 5 og 6.bekkur.
-
5. flokkur - 7. og 8. bekkur.
-
4. flokkur - 9. og 10. bekkur.
-
3. flokkur - 16 til 18 ára.
-
Meistaraflokkur - 19 ára og eldri.
ATh: Mögulegt er að flokkar séu saman á æfingum eftir fjölda iðkenda.
10 ára og yngri
- Mikill leikur, ekki bara golfleikir heldur margt annað líka.
- Helstu stöður kenndar s.s. fótastaða og grip með járni og pútter
- Jákvæð keppni, helst við sjálfan sig
- Ein og ein hola spiluð á sér teigum
- Þeir sem hafa náð hvað lengst geta farið að spila meira og jafnvel reynt við forgjöf.
- Ein og ein regla varðandi að spila golfvöll kynnt.
11 - 12 ára
- Mikill leikur, bæði golfleikir sem og aðrir leikir.
- Helstu stöður kenndar s.s. fótastaða og grip með járni og pútter
- Jákvæð keppni þó aðeins meiri en í yngri flokki og við sjálfan sig.
- Spilaðar nokkrar holur á sér teigum
- Þegar kennari telur að iðkanndi sé tilbúinn að reyna við forgjöf, er spilað á rauðum teigum.
- Ein og ein regla varðandi að spila golfvöll kynnt.
- Hvernig fæ ég forgjöf
11 og 12 ára
- Golfvöllurinn spilaður mikið, með allskonar reglum og leikjum t.d. högg ekki skráð sem enda á braut og grínum en tvö högg ef farið er útaf. Eftir tvö pútt er hvert pútt skráð tvöfalt. Spila Texas scramble, betri bolti telur og alls konar útfærslur t.a.m. Ryder keppni (velja í tvö lið og keppa).
- Kennsla fer að verða markvissari sbr. axlir mynda stefnu, tærnar á hvorum fót fyrir sig mynda stefnu o.s.frv.
- Farið í “Chipp” og bönkerhögg og fleiri slíka þætti.
- Púttlínur skoðaðar.
- Farið nánar í golf- og siðareglur
12 til 16 ára
- Einstaklingsmiðuð kennsla aukin frá þjálfara.
- Þó er haldið áfram með allskonar keppnisfyrirkomulag til að halda skemmtuninni við.
- Æfingar verða enn markvissari og einn þáttur í einu margæfður, sbr pútt, “chipp” bönkerhögg og önnur hög sem æfa þarf.
- Iðkandinn fer sjálfur meira að spá í því hvað hann þarf að þjálfa og gerir það utan æfingatíma. Taka meiri ábyrgð á sinni spilamennsku.
- Nemandi verður að þekkja allar helstu golf- og siðareglur og meira til.
Umræddur aldur er til viðmiðunar. Þjálfari getur beðið einstaklinga að æfa með öðrum aldri hvort það er upp fyrir sig eða niður og þá í samráði við bæði nemenda og foreldri/forráðamanns.
Íþróttir barna og unglinga: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Æfinga- og keppnisferðir
- Iðkendur GA sem farnir eru að keppa á GSÍ mótaröð 21 árs og yngri og GSÍ mótaröð fullorðinna eru styrktir í keppnisferðirnar af GA en greiða sjálf ákveðinn hluta og standa að fjáröflunum sé þess óskað.
- Þeir kylfingar sem leika á GSÍ mótaröð fullorðinna fá greidda árangurstengda styrki.
- Golfklúbbur Akureyrar styrkir sitt besta keppnisfólk í æfinga- og keppnisferðir erlendis.
- GA stefnir að því að fara reglulega í æfingaferð erlendis með sína keppendur.