Stefna og markmið félagsins
GA er aðili að Golfsambands Íslands (GSÍ) og eru lög klúbbsins samþykkt á aðalfundi. GA er íþróttafélag sem starfar innan vébanda Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA). Sérnefndir vinna að mismunandi málefnum innan klúbbsins eftir eðli nefndarinnar.
Íþróttina skal stunda samkvæmt reglum “The R&A Rules Ltd.” Í GA er lögð rík áhersla á góðan félagsanda, hlýlegt umhverfi og gott viðmót. Stefnt er að því að skapa félagsmönnum góðar aðstæður til golfiðkunar og keppni. Þá er lögð áhersla á æfingaaðstöðu og markvissa kennslu fyrir alla aldurshópa í fögru og góðu umhverfi. Í þjálfun og kennslu er leitast við að taka tillit til getu og aldurs iðkenda og þeim fundin verkefni við hæfi. Kennarar og þjálfarar skulu allir vera með menntun á sviði golfkennslu og viðurkenndur af Íslenska atvinnumannagolfsambandinu (IPGA).
Markmið GA (skilgreind hér að neðan) er að stuðla að iðkun golfíþróttarinnar fyrir almenning sem og keppnis- og afreksfólk.
Börn
- Að kynna íþróttina fyrir börnum eins fljótt og verða má, því hún veitir alhliða líkamsþjálfun, góða skemmtun, félagsskap og stuðlar að einbeitni, sjálfsaga og félagslegum þroska sem verður iðkendum gott veganesti á lífsleiðinni.
- Að kenna undirstöðuatriði í íþróttinni.
- Að kynna iðkendum þá skipulagshugsun sem að baki íþróttinni býr.
- Að rækta með iðkendum skilning á þætti hvers og eins í sameiginlegri tilraun til að ná árangri.
- Að ná til eins stórs hóps barna og mögulegt er.
- Að fyrstu kynni af íþróttinni verði jákvæð svo að íþróttaáhugi skapist fyrir lífstíð
- Að hafa leik og gleði í fyrirrúmi
- Stuðla að því að fjöldi iðkenda í hverjum aldursflokki haldist sem mestur
Unglingar
- Að auka færni iðkenda í íþróttinni, dýpka skilning þeirra á nauðsynlegu skipulagi og efla þrótt og þrek með alhliða líkamsþjálfun
- Að efla félagslegan þroska iðkenda á æfingum, í keppni og í félagsstarfsemi í tengslum við íþróttaiðkunina
- Að stuðla að forvörnum gegn vímuefnanotkun með því að bjóða upp á heilbrigðar tómstundir í stað iðjuleysis sem gæti orðið jarðvegur fyrir vímuefnaneyslu
- Að stuðla að því að fjöldi iðkenda í hverjum aldursflokki haldist sem mestur
- Að undirbúa iðkendur fyrir keppnis- og afreksþjálfun
Fullorðnir (almenningsíþróttir - öldungar)
- Að gefa fullorðnum kost á að efla þrek og hreysti í þeirri alhliða líkamsþjálfun sem fylgir æfingum og keppni í íþróttum
- Að stuðla að góðum félagsskap sem gagnast hverjum iðkanda og klúbbnum í heild
Keppnis- og afreksfólk
- Að byggja upp keppnis- og afreksfólk úr eigin röðum
- Að stefna að því að eiga sem besta einstaklinga og lið í öllum flokkum