GA býður félögum sínum fyrsta flokks aðstöðu í inniaðstöðunni á Jaðri þar sem hægt er að æfa sig yfir vetrarmánuðina. Hægt er að æfa sveifluna með því að spila í Trackman hermum eða pútta á púttgríni. Jaðar Bistro er opinn allan ársins hring og geta kylfingar fengið sér hágæða veitingar á milli högga.
Það eru sex golfhermar af fullkomnustu gerð í boði í Inniaðstöðunni á Jaðri og er hægt að bóka tíma í þá með því að fara inn á boka.gagolf.is og velja sér trackman.
Aðgangur að inniaðstöðunni er innifalinn í árgjaldi í GA en sérstaklega kostar í golfhermana og hægt að nálgast verðskrá hér.
Opnunartími inniaðstöðunnar er eftirfarandi:
Nánari upplýsingar um golfherma o.fl. er að finna hér til hægri á síðunni.
Hafi fyrirtæki eða hópar áhuga á að bóka aðstöðuna, panta kennslu hjá kennara eða annað má hafa samband við starfsfólk GA.
* Vinsamlegast takið tillit til æfingatöflu barna og unglinga