Á stærstu golfferðasýningu heims IGTM, sem haldin var í Valencia á Spáni nú í nóvember veita alþjóðlegu
samtökin IAGTO ( The Global Golf Tourism Organisation) verðlaun í nokkrum flokkum til golfáfangastaða um allan heim.
Meðlimir í samtals 150 samtökum golfblaðamanna ( Golf Travel Writers Association) taka þátt í að velja vinningshafa.
Í flokknum Undiscovered Golf Destination of the Year fengu eftirtalin lönd atkvæði í ár:
Abu Dhabi, Búlgaría,Colombia Danmörk, South West England, Finnland, Þýskaland, Ísland ,Indland, Ítalía, Japan,Mississippi, Prince Edward Island, Sri Lanka, Svíþjóð og Trinidad & Tobago
Í lokaúrslitum voru síðan sex áfangastaðir:
Prince Edward Island, Búlgaria, Colombia, Ísland, Mississippi, og Svíþjóð.
Það var síðan Prince Edward Island sem varð fyrir valinu að þessu sinni.
Það að komast á blað með þessum áfangastöðum sem þarna voru nefndir og svo í lokaúrslit sex áfangastaða hlýtur að vera vísbending um að Ísland hefur að einhverju leyti náð athygli þessara fjölmiðlamanna sem skrifa um golfferðamennsku um allan heim og ekki síður ákveðin staðfesting á að golfvellir og þjónusta hér á landi höfðar til erlendra kylfinga sem ferðast til að spila golf. Þá nýtist þetta okkur einnig vel til áframhaldandi kynningar erlendis.
Hér að neðan má sjá hvaða þættir það eru sem fjölmiðlamennirnir fá sem viðmið þegar þeir eru beðnir
um sínar tilnefningar:
• To what extent the destination is “undiscovered”;
• Qualities that make it an interesting golf destination;
• Attractiveness of the region and courses;
• Quality and accessibility of the courses;
• Standard of accommodations;
• Friendliness of the staff;
• Value for money and Speed of Play