Samtökin Golf Iceland voru eins og kunnugt er stofnuð í þeim tilgangi að tengja betur saman en fyrr golf og ferðaþjónustu. Lögð hefur verið áhersla á að kynna golf sem eina tegund afþreyingar fyrir erlenda og innlenda ferðamenn. www.golficeland.org
Í gær voru kynntar niðurstöður úr könnun Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga um eigið land árið 2009.Samkvæmt niðurstöðunum þá ferðuðust um 90% Íslendinga um landið á árinu. Mikill meirihluti þeirra sem ferðaðist fóru í fleiri en 2 ferðir á árinu.Spurt var um fjölmörg atriði og m.a.: Hvaða afþreyingu greiddir þú fyrir á ferð þinni um Ísland?
Ekki kemur á óvart að sund er þar efst á blaði enda mest sótta afþreying um allt land. Golf er í fimmta sæti þegar spurt er um afþreyingu sem greitt er fyrir, en 12,4% Íslendinga á ferðalagi árið 2009 segjast hafa greitt fyrir golf í ferðinni.
Sund 65,9 %
Söfn 32,9 %
Veiði 19 %
Leikhús 18,0 %
Golf 12,4 %
Bátsferð 10,2 %
Hestaferð 2,9%
Flúðasigling 2,3 %
Hvalaskoðun 2,0 %
Ef þetta er reiknað hlutfallslega þá má gera því skóna að um 35.000 Íslendingar hafi keypt sér golfhring á ferð um Ísland árið 2009 og meirihlutinn fleiri en einn.
Ljóst er því að ferðamenn skipta verulegu máli í tekjuöflun golfklúbba um allt land og skila þeim tugmilljóna tekjum, sem eðlilega er hægt að auka enn með frekari kynningu á þessari afþreyingu, sem augljóslega höfðar til fólks á ferðalögum.