Þriðji dagur Akureyrarmótsins er hafinn og enn ætlar lognið að fara hratt yfir kylfinga. Hitinn er þó enn meðal okkar og ekkert til fyrirstöðu fyrir kylfinga að leika sitt frábæra golf á Jaðarsvelli sem lítur vel út þessa dagana.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir sem keppir í meistaraflokki kvenna lék frábært golf í gær og lét vind um eyru þjóta og kom inn á einu yfir pari eða 72 höggum. Lilja Maren Jónsdóttir fylgir henni á eftir í öðru sætinu en hún lék á 84 höggum á öðrum degi og í þriðja sætinu er Kara Líf Antonsdóttir á 93 höggum á degi tvö.
Í meistaraflokki karla lék Valur Snær Guðmundsson best karlanna á 72 höggum og tók toppsætið eftir dag tvö. Örvar Samúelsson er í öðru sætinu 4 höggum á eftir og Lárus Ingi Antonsson í þriðja sætinu 2 höggum á eftir Örvari. Það er ljóst að um mikla spennu verður að ræða í karlaflokkinum, margir sem munu berjast um titilinn.
Hér er hægt að fylgjast með stöðunni í öllum flokkum https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4542105/leaderboard