Veigar Heiðarsson endaði í 3. sæti á Global Junior mótaröðinni í Portúgal í gær eftir flotta spilamennsku.
Veigar vann sér inn þátttökurétt á mótinu með því að sigra á Global Junior mótinu sem haldið var hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar í sumar.
Hann keppir á tveimur mótum í Portúgal, fyrra mótið Golbal Junior trophy var haldið á Praia D'el Rey golfvellinum og kláraðist eins og áður segir í gær. Veigar lék hringina þrjá á samtals einu höggi yfir pari, fyrsta hringinn á pari, þann næsta á tveimur höggum undir pari og lokahringinn á þremur höggum yfir pari. Flott spilamennska hjá okkar manni og verður gaman að fylgjast með honum á GJG Portuguese Junior Classics sem hefst á morgun.
Leikið er á hinum fræga West Cliffs velli : https://westcliffs.com/en/golf/ og er hægt að fylgjast með gangi mála hér: https://globaljuniorgolflive.com/gjg-portuguese-junior-classics-2/