Eitt stærsta vandamálið í golfi í dag er oft á tíðum tíminn sem tekur að spila 18 holur.
Að spila 18 holur á ekki að taka fjóra kylfinga meira en 4 klukkustundir. Það virðist samt sem áður gerast oftar en ekki hér á landi, og þá sérstaklega í golfmótum að hringir fari upp í rúmar 5 klukkustundir sem er alltof of langur tími.
Hér að neðan er grein sem við fengum lánaða frá Dande Farms country club um það sem þeir kalla "Ready golf" og höfum við þýtt það sem "Ávallt tilbúinn golf".
Þetta eru nokkrar einfaldar ábendingar/reglur um hvað hægt er að gera til þess að golfhringurinn gangi hraðar fyrir sig.
Ávallt tilbúinn golf er ákveðin aðferð við að spila golf. Þetta er aðferð sem allir kylfingar ættu að tileinka sér til þess að golfið gangi hratt og örugglega fyrir sig. Ávallt tilbúinn golf felur það í sér að kylfingar þurfa að tileinka sér ákveðna hugsun í golfinu sem felur það í sér að hugsa fram í tímann og vera tilbúinn þegar kemur að þér. Hér að neðan eru nokkrar reglur/ábendingar sem gott er að hafa í huga til þess að vera ávallt tilbúinn.
Á teignum
Ávallt tilbúinn golf þýðir ekki að sá sem er fyrstur tilbúinn á teignum á að gera. Það þýðir það að sá kylfingur sem á teiginn Á AÐ VERA TILBÚINN FYRSTUR! Það er eingöngu ef að sá kylfingur sem á teiginn er ekki tilbúinn sem annar kylfingur má slá fyrst.
Á brautinni
Kylfingar eru oftar en ekki að slóra þegar kemur að því að slá högg númer tvö úti á braut. Hversu oft sjáum við kylfinga horfa á aðra í hollinu slá fyrst og fara svo að hugsa um sitt högg þegar að honum kemur? Hversu oft sjáum við kylfinga sem leika á golfbíl bíða í bílnum og horfa á félaga sinn slá fyrst áður en þeir keyra bílinn að sínum bolta? Hversu oft sérðu fjögurra manna holl ganga allt að þeim bolta sem á að slá næst, bíða eftir að viðkomandi kylfingur leiki sínum bolta og labba svo allir að næsta bolta?
Ávallt tilbúinn golf þýðir einfaldlega það, að allir eiga að ganga að sínum bolta eins fljótt og auðið er og vera TILBÚNIR að leika sínum bolta. Meðan að þú bíður eftir að röðin kemur að þér, ÁTTU að vera búinn að VELJA kylfuna þína, SKOÐA höggið þitt, STANDA við boltann þinn og vera TILBÚINN um leið og kemur að þér. Það er ávallt tilbúinn golf!
Ávallt tilbúinn golf er það að ef þú ert að spila á golfbíl með félaga þínum þá keyrirðu félagann að sínum bolta, hann velur kylfuna sína (tekur auka kylfur ef það er nauðsynlegt) og svo keyrirðu að þínum bolta og gerir þig kláran til að slá þitt högg. Ef þú ert að spila á golfbíl þá átt þú ekki að sitja í bílnum þínum og bíða eftir félaganum meðan hann slær sitt högg og keyra svo að þínum bolta.
Allir kylfinga EIGA AÐ LABBA AÐ SÍNUM BOLTA um leið og hægt er. Einu skiptin sem það er ekki hægt er ef að bolta einhvers kylfings er í beinni línu fyrir fram þann sem á að slá fyrst. Kylfingar eiga ekki að spila golf og labba á milli bolta eins og þeir væru í skrúðgöngu.
Aðstoða við að leita að týndum boltum
Það er mikilvægt að allir aðstoði við að leyta að týndum boltum til þess að flýta leik. En þú átt ekki að aðstoða við leitina fyrr en þú ert búinn að leika þínum bolta. Hversu oft sérðu alla í hollinu leita að einum bolta og enginn þeirra búinn að slá högg númer tvö?
Í svona stöðu er best að sá leikmaður sem er næstur pinna og á að slá síðastur byrji að aðstoða við leitina á meðan að þeir kylfingar sem eru lengst frá klári sín högg. Þegar að þeir kylfingar hafa leikið sínum boltum koma þeir og aðstoða við leitina á meðan að sá sem byrjaði að aðstoða og er næstur pinna fer og leikur sínum bolta. Með þessu er hægt að koma í veg fyrir miklar tafir.
Í kringum flatirnar
Hversu oft sérðu kylfinga skilja kylfurnar sínar eftir fyrir fram flötina? Svo þegar allir eru búnir að pútta ganga allir fram fyrir flötina aftur og sækja kylfurnar sínar. ALLTAF og þá meinum við ALLTAF, skal skilja kylfurnar sínar eftir við hlið flatanna eða á þeim stað sem næstur eru gönguleiðinni að næsta teig. Einnig er það algerlega bannað að standa við flötina eftir að allir hafa púttað til að spjalla eða skrifa niður skor á viðkomandi braut. Um leið og leik er lokið á að fara strax á næsta teig.
Auka leikhraða á flötum
Að horfa á atvinnumenn spila golf hefur í flestum tilvikum og þá sérstaklega í kringum flatirnar gert það að verkum að þú tekur þér lengri tíma í höggið þitt. Hversu oft sérðu kylfinga standa og bíða meðan að annar kylfingur púttar og fara svo og gera sig kláran og undirbúa púttið þannig að það mætti halda að hann væri að pútta fyrir sigri á Opna breska?
Alltaf tilbúinn golf þýðir einfaldlega það að vera ávallt tilbúinn að pútta áður en að röðin kemur að þér! Þú átt að skoða línuna þína og gera þig kláran meðan að sá sem púttar á undan þér er að klára sitt pútt svo þú sért tilbúinn um leið og hann er búinn.
Ávallt tilbúinn golf þýðir einnig að þú klárar út ef hægt er, ef þú ert búinn að tryggja púttið þá skaltu klára það strax, ekki merkja og bíða. Ef þetta stutta pútt sem þú átt eftir erfitt pútt er skiljanlegt að þú viljir merkja og skoða það betur. En þá SKALTU skoða það meðan að aðrir pútta.
Almenn viðmið í púttum er að þau eiga ekki að taka þig meira en 20 sekúndur frá því að röðin kemur að þér. Þetta þýðir það að þú átt að geta labbað að boltanum þínum, tekið þér stöðu og púttað á innan við 20 sekúndum. Þetta er að sjálfsögðu ekki gerlegt nema að þú sért búinn að skoða línuna þína á meðan að aðrir pútta.
Þegar þú púttar átt þú að sjálfögðu að taka þér tíma, lesa línuna og vanda þig eins vel og þú getur. Ávallt tilbúinn golf þýðir ekki að þú átt að flýta þér að hlutunum og ekki vanda þig. Það þýðir einfaldlega það, að þú átt að gera þig tilbúinn meðan að aðrir eru að pútta!
Lengst frá holu
Það er engin ástæða fyrir því í ávallt tilbúinn golfi að sá sem er lengst frá geri ekki fyrstur. Það eru hins vegar nokkur góð atriði sem vert er að hafa í huga:
Séu t.d. fjórir saman í holli og tveir af þeim á bíl, þá eiga þeir sem eru á bíl að fara fyrst að sínum boltum og slá fyrst.
Þegar að kylfingur slær sinn bolta og er ennþá lengst frá holu þá átt þú samt að leika þínum bolta á undan ef þú ert tilbúinn meðan að viðkomandi labbar aftur að boltanum sínum og gerir sig kláran.
Tökum eitt dæmi: Þú ert staddur í glompu við flötina og átt að gera næst, þú slærð boltann þinn og hann flýgur yfir flötina og í aðra glompu og er ennþá lengst frá. Þá á ekki að bíða eftir því að viðkomandi kylfingur raki eftir sig glompuna, labbi aftur að sínum bolta, undirbúi sig og klári höggið. Spilið á að halda áfram þangað til að þessi kylfingur er tilbúinn að slá aftur, á meðan gera aðrir til þess að flýta leik. Það er í raun ekkert meira pirrandi en að sjá þrjá kylfinga standa á flötinni og bíða eftir því að einn kylfingur raki eftir sig í glompunni, rölti að sínum bolta, geri sig tilbúinn og klári svo höggið!
Samantekt
Ávallt tilbúinn golf þýðir að vera alltaf tilbúinn að slá, ekki slá þegar þú ert tilbúinn!
Hér eru nokkrar einfaldar reglur: