Kæru GA félagar
Rekstur ársins gekk vel, mikil ásókn var í rástíma og GA félagar hafa aldrei spilað jafn mikið golf á Jaðarsvelli og í sumar eða 23.130 hringi sem er aukning um tæplega 6.000 hringi frá því í fyrra. Alls voru spilaðir 29.569 hringir á Jaðarsvelli sem er það mesta frá upphafi.
Mótahald ársins gekk frábærlega og helst ber að nefna okkar fjóru árlegu stórmót, Arctic Open, IceWear bombuna, Hjóna- og parakeppni Icelandair og GA og Höldur/Askja Open. Hvert þeirra með yfir 200 þátttakendur sem er frábært ásamt fjöldan allann af öðrum mótum hér í sumar.
Tekjur námu 246,5 m.kr. samanborið við 202,9 m.kr árið áður sem er 21% hækkun á heildartekjum. Rekstrargjöld voru alls 229 m.kr. samanborið við 183,2 m.kr. árið áður en þau hækkuðu um 25%.
Ebitda af rekstri var 31 m.kr. eins og árið í fyrra. Hagnaður af rekstri GA eftir fjármagnsliði er því 12,2 m.kr.
„Reksturinn gekk vel á árinu og var mikil aukning félagsmanna. Völlurinn var afar eftirsóttur, bæði af félagsmönnum og gestum og eins og áður segir hafa aldrei verið fleiri hringir spilaðir á einu sumri. Ýmsar framkvæmdir voru í ár en helst ber að nefna rafmagnsvæðing á slætti og týnslu á æfingaboltum. Tvö salernishús voru sett upp en þau voru smíðuð af harðduglegum sjálfboðaliðum GA"
„Í ágúst var svo undirritaður samningur við Akureyrarbæ varðandi uppbyggingu á inniaðstöðu GA. Skömmu seinna var svo hafist handa við að grafa grunninn og aðra undirbúningsvinnu. Áætlað er að taka aðstöðuna í notkun næsta vetur. Ljóst er að þessi aðstaða mun gjörbreyta starfsemi GA og geta GA félagar sem og aðrir leyft sér að hlakka til"
„Reksturinn á árinu bar sig vel og niðurstaðan skv. áætlun og sá ágóði skilar sér í meiri þjónustu við félagsmenn, aukinni umhirðu og framkvæmda sem og vélakaupum. Starfsemi GA vex og dafnar því vel með metnaðarsömum en hagsýnum áformum." - Steindór Kristinn Ragnarsson framkvæmdastjóri GA
Við minnum GA félaga á aðalfund okkar sem verður haldinn í Golfskálanum á Jaðri föstudaginn 15.des kl 20:00
Fundurinn verður þar til gert pappírslaus og hvetjum við fundargesti til að kynna sér gögnin hér: