Aðalfundur GA 14. desember kl.14:00

Ágætu GA félagar.

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar vegna starfsársins 2023 - 2024 verður haldinn laugardaginn 14. desember klukkan 14:00. Við viljum að sjálfsögðu sjá sem flesta GA félaga á fundinum þar sem farið verður yfir liðið rekstarár og fleira.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
  3. Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur samkvæmt 9 grein.
  4. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
  5. Kosning og/eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8. grein.
  6. Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara.
  7. Ákvörðun árgjalds samkvæmt 4. grein.
  8. Lagabreytingar
  9. Önnur mál.

Hvetjum við ykkur endilega til að skoða skýrslu stjórnar og ársreikninginn þegar það kemur inn á heimasíðu GA en fundurinn verður pappírslaus og munu öll gögn birtast rafrænt á heimasíðu klúbbsins.

Eftir aðalfund verður nýja inniaðstaðan formlega vígð og félagsmönnum boðið að skoða hana.