Aðalfundur GA haldinn í gær fimmtudag 29. nóvember.
Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar var haldinn að Jaðri 29. nóvember. Um 70 manns voru mættir á fundinn. Í skýrslu stjórnar er stiklað á stóru í starfsemi síðasta árs. Í inngangsorðum sínum kom formaður inn á að undirritaður var samningur við Akureyrarbæ varðandi uppbyggingu á Jaðarssvæðinu að upphæð 229 millj. Golfklúbbnum var veitt viðurkenning sem Fyrirmyndarfélag Íþrótta- og Ólimpíusambands Íslands svo þakkaði hann öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt klúbbnum lið með sjálboðaliða starfi sínu sem er klúbbnum ómetanlegt. Ársreikning er hægt að nálgast hér. Ársreikningur var samþykktur samhljóða svo og tillaga stjórnar að breyttum árgjöldum fyrir næsta ár. Hagnaður af rekstri klúbbsins var kr. 7.3 millj. eftir fjármagnsliði. Tekjur voru 61 millj. og rekstrargjöld 50.5 millj. Hægt er að nálgast upplýsingar um árgjöld á heimasíðu GA.
Halldór Rafnsson var endurkjörinn formaður ásamt stjórn og varastjórn.
Á fundinum var þrem einstaklingum veitt silfurmerki klúbbsins – það voru þeir Haraldur Sigurðsson, Ómar Halldórsson og Kristinn Svanbergsson. Afreksmerki fékk Viðar Þorsteinsson og Brynjar Bjarkason fékk farandbikar sem veittur er í fyrsta sinn en hann var Holumeistari GA 2007.
Þá var Petreu Jónasdóttur veittur háttvísisbikarinn en hann er veittur þeim unglingi sem uppfyllir kröfur um háttvísi, prúðmennsku og framfarir í golfþíþróttinni. Þess má geta að hún er Akureyrarmeistari í sínum flokki 14-16 ára. Og hún varð í 8 sæti á Íslandsmótinu í höggleik.
Kylfingur GA 2007 var einnig kjörinn og það var Björn Guðmundsson
Bikar þessi er veittur í fyrsta sinn nú 2007. Bikarinn er gefinn af Ómari Halldórssyni, sem unnið hefur marga sigra í golfinu í gegnum árin og átt sæti í unglingalandsliði og landsliði Íslands, ásamt því að verða Evrópumeistari unglinga árið 1997. Titillinn Kylfingur ársins kemur til vegna breytinga á vali á Íþróttamanni ársins hjá ÍBA/ÍRA. Björn hefur sýnt miklar framfarir á árinu og unnið marga sigra og tekið þátt í ótalmörgum mótum bæði hér heima og erlendis. Hann á sæti bæði í unglingalandsliði GSÍ og einnig landsliði fullorðinna Team Iceland. Björn er Akureyrarmeistari 2007, hann varð annar á Íslandsmóti í holukeppni unglinga, 11 sæti á Íslandsmóti í höggleik unglinga og 15. sæti á Íslandsmóti fullorðinna.