Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar 2008

Björn Auðunn með háttvísisbikarinn ásamt formanni og varaformanni
Björn Auðunn með háttvísisbikarinn ásamt formanni og varaformanni
Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar 2008.

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar var haldinn í kvöld 20. nóvember að Jaðri.  Um 60 manns voru mættir á fundinn.  Í skýrslu stjórnar er stiklað á stóru í starfsemi síðasta árs. Ársskýrsluna má nálgast hér. Í inngangsorðum sínum kom formaður inn á þær framkvæmdir sem unnar hafa verið á vellinum á nýliðnu sumri og þakkaði félögum þá þolinmæði sem þeir hafa sýnt á meðan á þessum miklu framkvæmdum hefur staðið. Ennfremur kom formaður inn á þær þjóðfélagshræringar sem dunið hafa á þjóðinni og þær afleiðingar sem þær hafa á allt umhverfi í rekstri klúbbsins og bað menn að standa saman í því að halda utan um fallegasta völl landsins. Ársreikning er hægt að nálgast hér. Ársreikningur var samþykktur samhljóða svo og tillaga stjórnar að óbreyttum árgjöldum fyrir næsta ár. Hagnaður af rekstri klúbbsins var kr. 7.919 þús fyrir fjármagnsliði en kr. 1,8 millj. eftir fjármagnsliði. Tekjur voru 64 millj. og rekstrargjöld 56. millj. Hægt er að nálgast upplýsingar um árgjöld á heimasíðu GA.   

Halldór Rafnsson var endurkjörinn formaður ásamt stjórn og varastjórn.

Á fundinum voru fjórum einstaklingum veitt afreksmerki klúbbsins – það voru þeir Haraldur Júlíusson, Skúli Ágústsson og Guðmundur E. Lárusson en þeir voru í sveit GA sem varð Íslandsmeistari öldunga í sveitakeppni GSÍ. Aðrir í sveitinni hafa áður fengið afreksmerki klúbbsins fyrir afrek sín í íþróttinni á árum áður. Það eru þeir Björgvin Þorsteinsson, Viðar Þorsteinsson, Þórarinn B. Jónsson. Gunnar Sólnes og Sævar Gunnarsson. 

Þá fékk Ingvar Karl Hermannsson afreksmerki klúbbsins þar sem hann varð Klúbbameistari GA í sumar. Klúbbameistari kvenna Sunna Sævarsdóttir hefur áður fengið afreksmerki klúbbsins.

Holumeistari GA að þessu sinni var Hafþór Ingi Valgeirsson og var honum veittur farandbikar sem fyrst var keppt um í fyrrasumar. 

Þá voru veitt háttvísisverðlaun, þau eru veitt þeim unglingi sem uppfyllir kröfur um háttvísi, prúðmennsku og framfarir í golfþíþróttinni. Þetta árið var það Björn Auðunn Ólafsson sem fékk háttvísisverðlaunin og er hann vel að þeim kominn.

 

Kylfingur GA 2008 var kjörinn Öldungasveit GA

Bikar þessi var veittur í fyrsta sinn 2007. Hann er gefinn af Ómari Halldórssyni, sem unnið hefur marga sigra í golfinu í gegnum árin og átt sæti í unglingalandsliði og landsliði Íslands, ásamt því að verða Evrópumeistari unglinga árið 1997. Titillinn Kylfingur ársins kemur til vegna breytinga á vali á Íþróttamanni ársins hjá ÍBA/ÍRA. Sveit öldunga GA varð Íslandsmeistari í sveitakeppni öldunga eins og fram kemur hér að framan. 

 

Fundarstjóri var Kristinn Svanbergsson og fundarritari Gunnar Vigfússon.