Á morgun fer fram aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar árið 2014.
Fyrir fundinn á morgun verða lagðar fram tillögur að lagabreytingum af hálfu stjórnar GA. Núverandi lög er orðin gömul og full flókin. Er það von stjórnar að með þessum breytingum verði þau einfaldari og skilvirkari.
Stærsta breytingin er þó breyting á eindaga árgjalda. Hann hefur hingað til verið 1. maí en lagt er til í nýjum lögum að hann verði 1. mars. Ástæðan fyrir þessari tillögu er sú að um einungis um 10% af árgjöldum skila sér inn fyrir 1. maí sem gerir rekstur fyrstu mánuða ársins erfiðan og er það von stjórnar að þessi breyting styðji betur við rekstur klúbbsins.
Með því að smella á hlekkina hér að neðan má sjá hvaða breytingar það eru sem lagðar eru til?