Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 10. desember í golfskálanum á Jaðri. Hefst fundurinn kl. 20:00
Dagskrá aðalfundar Golfklúbbs Akureyrar 2015:
- Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
- Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur samkvæmt 9 grein
- Kosning stjórnar og varamanna í stjóm
- Kosning og/eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8 grein
- Kosnir tveir skoðunarmenn og einn til vara
- Ákvörðun árgjalds skv. 4 grein
- Önnur mál
Fyrir aðalfund liggja eftirfarandi breytingar á lögum GA.
•1. grein
•Félagið heitir Golfklúbbur Akureyrar. Heimilisfang klúbbsins er að Jaðri, Akureyri. Klúbburinn er aðili að Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA) og Golfsambandi Íslands (G.S.Í.). Tilgangur og markmið klúbbsins er að glæða og viðhalda áhuga á golfiþróttinni. Klúbburinn rekur golfvöll og golfskála og stendur fyrir golfæfingum, golfmótum og annari félagsstarfsemi sem tengist iþróttinni.
•Verður
•1. grein
•Félagið heitir Golfklúbbur Akureyrar. Heimilisfang klúbbsins er að Jaðri, Akureyri. Klúbburinn er aðili að Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA) og Golfsambandi Íslands (G.S.Í.). Tilgangur og meginmarkmið klúbbsins er iðkun golfíþróttarinnar og að glæða og viðhalda áhuga á íþróttinni. Klúbburinn rekur golfvöll og golfskálaog stendur fyrir golfæfingum, golfmótum og annari félagsstarfsemi sem tengist íþróttinni.
•3.grein
•Um inngöngu í klúbbinn skal sækja skriflega.. Skilyrði til inntöku í klúbbinn er að umsækjandi hafi fengið leiðsögn kennara eða fullgilds klúbbfélaga og hafi sótt námskeið eða fyrirlestur um siðareglur, leikreglur og aðrar þær reglur er félagar lúta. Um félagsaðild og þátttöku félagsmanna á golfmótum skal farið að lögum og reglum Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og GSÍ.
•Verður
•3.grein
•Um inngöngu í klúbbinn skal sækja skriflega.. Skilyrði til inntöku í klúbbinn er að umsækjandi hafi fengið leiðsögn kennara eða fullgilds klúbbfélaga og hafi sótt námskeið eða fyrirlestur um siðareglur, leikreglur og aðrar þær reglur er félagar lúta. Um félagsaðild og þátttöku félagsmanna á golfmótum skal farið að lögum og reglum Íþrótta og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ og GSÍ.
•11. grein
•Þessi eru störf reglulegs aðalfundar:
•Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
•Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
•Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur samkvæmt 9 grein
•Kosning stjórnar og varamanna í stjóm
•Kosning og/eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8 grein
•Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara
•Ákvörðun árgjalds skv. 4 grein
•Lagabreytingar
•Önnur mál
Verður
•11. grein
•Þessi eru störf reglulegs aðalfundar:
•Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
•Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis
•Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur samkvæmt 9 grein
•Kosning stjórnar og varamanna í stjóm
•Kosning og/eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8 grein
•Kosnir tveir skoðunarmenn og einn til vara
•Ákvörðun árgjalds skv. 4 grein
•Lagabreytingar
•Önnur mál
Stjórn GA.