Aðstoðarvallarstjóri Golfklúbbs Akureyrar
Laus er til umsóknar staða aðstoðarvallarstjóra Golfklúbbs Akureyrar (GA). Aðstoðarvallarstjóri heyrir undir vallarstjóra og gegnir lykilhlutverki ásamt honum í umhirðu Jaðars sem og annara svæða er heyra undir GA.
Á Jaðri er 18 holu golfvöllur, en auk þess er uppbygging nýs æfingasvæðis og lítils æfingavallar hafin. Einnig hefur GA umsjón með fótboltavöllum Þórs og KA og sér um rekstur Lundsvallar, sem er 9 holu völlur staðsettur í Fnjóskadal í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.
Starfssvið:
Menntunar og hæfniskröfur:
Golfklúbbur Akureyrar er stærsti golfklúbbur landsins utan höfuðborgarsvæðsins með um 700 félaga. Undanfarin ár hefur völlurinn farið í gegnum umtalsverðar breytingar og er talinn einn af skemmtilegri völlum landsins. Íslandsmótið í golfi verður haldið á Jaðri árið 2016.
Nánari upplýsingar um starfið veita Steindór Kristinn Ragnarsson, vallarstjóri í síma 847 9000, steindor@gagolf.is eða Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri í síma 857 7009, agust@gagolf.is
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2014. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 1. mars 2015 eða eftir nánara samkomulagi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknum má skila rafrænt á netfangið agust@gagolf.is