Síðastliðin föstudag fóru 13 unglingar frá GA í æfingaferð til Reykjanesbæjar þar sem spilað var á
Leirunni. Við náðum að spila 13 holur á föstudeginum - fórum síðan og borðuðm á KFC og "allir" komnir í háttinn
rúmlega ellefu enda átti að vakna snemma næsta dag. Allir vöknuðu kl 06:00 í morgunmat nema einn farastjórinn sem var vaknaður kl 05:00 þar
sem síminn var vitlaust stilltur! Áttum rástíma frá 07:20 - 08:00 og sumir tóku þátt í opnu mótu GS þar sem
þjálfarinn okkar Ólafur Gylfason gerði sér lítið fyrir og spilaði á 69 höggum! Spilamennskan var að öðru leyti rokkandi
sumir náðu sér vel á strik strax en aðrir meira ryðgaðir. Eftir spilamennskuna var stuttaspilið æft og sumir fóru á
æfingasvæðið til að láta Óla laga sveifluna hjá sér. Um fjögur var síðan farið í sund á meðan sumir
"hvíldu" sig á hótelinu. Í framhaldinu var farið í flatböku á Lang best og síðan skelltum við okkur í bíó
á FAST FIVE sem engin má missa af :)
Vöknuðum síðan kl 07:30 næsta dag tókum okkur til og spiluðum 18 holur - Örvar Samúelsson bættist þar í hópinn og
spilaði níu holur með okkur. Áður en lagt var af stað heim var tekin keppni í stutta spilinu þar sem yngri deildin vann þá eldri! Vorum komin
til Akureyrar aftur um 21:00. Góð ferð sem kemur krökkunum okkar vonandi vel af stað - og nú er það bara að ÆFA VEL á
næstunni.
Kveðja,
Jón Birgir og Finnur fararstjórar