Afmælisferð GA til Islantilla

Hádegismatur við klúbbhúsið
Hádegismatur við klúbbhúsið

Það voru rétt tæplega 60 GA félagar sem lögðu land undir fót og skelltu sér í 80 ára afmælisferð GA til Islantilla á Spáni.

Ferðin tókst með eindæmum vel og mikil ánægja meðal hópsins og strax farið að tala um næstu ferð :)

Veðrið lék við okkur nánast allan tímann, rigndi örlítið einn morguninn annars var alltaf sól og blíða, þannig að komu allir sólbrúnir heim.

VIð héldum þrjú golfmót í ferðinni sem tókust mjög vel og sáust góð skor hjá mörgum GA félögum.

Myndir, bæði frá lokahófinu, sem og fleiri myndir úr ferðinni og úrslit úr mótunum koma í næstu frétt.

Það er vilji fyrir því að svona ferðir verða í boði fyrir GA félaga á tveggja ára fresti.  Það var mjög góður andi í hópnum og allir skemmtu sér konunglega, þannig að vonandi fáum við ennþá fleiri með okkur næst :)

Viljum við fyrir hönd stjórnar GA þakka öllum sem komu með okkur í þessa ógleymanlegu afmælisferð kærlega fyrir.  Þið gerðuð hana öll að ógleymanlegri ferð :)

Sigmundur Ófeigsson, formaður GA

Ágúst Jensson, Framkvæmdastjóri GA

Hér að neðan má svo sjá nokkrar skemmtilegar myndir úr ferðinni.

Þessir voru báðir að pútta fyrir eagle

Islantilla

Árni Páll í smá vandræðum