Áframhaldandi flott frammistaða hjá sveitum GA

Andrea er taplaus hjá kvennasveitinni
Andrea er taplaus hjá kvennasveitinni

Kvennasveit GA spilaði sína þriðju umferð í 2. deildinni í morgun og utu þær kappi við nágranna okkar í Fjallabyggð. Stelpurnar okkar halda einfaldlega áfram að sigla lygnan sjó því þær unnu þennan grannaslag 2-1 sem eru stór úrslit. Tvær umferðir eru eftir hjá þeim og markmiðið er að halda áfram á sama skriði.

GA 2 - 1 GFB

Guðrún María og Kristín Lind töpuðu 5/3

Andrea Ýr vann 3/2

Stefanía Kristín vann 1/0

 

Karlasveit GA spilaði sinn lokaleik í dag þar sem þeir léku gegn Golfklúbbi Vestmannaeyja um sigur í riðlinum fyrir 5. - 8. sæti. Með sigri gátu strákarnir því tryggt sér 5. sætið í Íslandsmóti Golfklúbba. Það fór svo að GA sigruðu leikinn 3-2 í hörkuleik og þar með 5. sætið í hús. Óskum strákunum til hamingju með þann fína árángur og stefnan hlýtur að vera medalía á næsta ári.

GA 3 - 2 GV

Ævarr Freyr og Víðir Steinar unnu 4/2

Tumi Hrafn og Örvar töpuðu 2/0

Óskar Páll vann 1/0

Mikael Máni vann 2/1

Lárus Ingi vann 2/1