Ungir afrekskylfingar úr Golfklúbbi Akureyrar valdir í afrekshóp GSÍ
Ævarr Freyr Birgisson og Kristján Benedikt Sveinsson voru valdir af GSÍ til að taka þátt í æfingum í afrekshópi GSÍ að Hellishólum nú í byrjun júní. Þetta er í annað sinn sem Ævarr er valinn, Kristján Benedikt er yngsti kylfingur landsins sem valinn hefur verið í þennan hóp.
Ungir og efnilegir kylfingar með mikinn metnað. Staðráðnir í því að ná langt í framtíðinni.