Örvar Samúelsson og Stefanía Kristín meistarar 2012
Akureyrarmótinu lauk í gær - má sjá helstu úrslit í frétt hér á undan og öll úrslit á www.golf.is
Örvar Samúelsson sigraði í Meistaraflokki karla og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir í meistaraflokki kvenna
Örvar lék á 298 höggum - í gær lék hann á 67 höggum sem er besta skor á hvítum teigum síðan framkvæmdir hófust við enduruppbyggingu á vellinum - leikið var hreyfingalaust golf.
Stefanía lék á 339 höggum.
Óskum við þeim hjartanlega til hamingju með sigurinn og öllum sigurvegurum í öllum flokkum einnig.
Þökkum við öllum þátttökuna í mótinu en hún hefur aldrei verið meiri en nú í ár 188 voru skráðir til leiks.
Styrktaraðilar mótsins eru Átak heilsurækt & Aqua Spa og Norðlenska.
Myndir frá mótinu er að finna í myndasafni hér á heimasíðunni.