Akureyrarmótið í golfi fór í gang í gær fimmtudaginn 11.júlí. Metþáttaka er í ár og endurspeglar það þann mikla golfáhuga sem er í kylfingum þessa dagana. Alls eru 134 kylfingar skráðir og er spilað frá fimmtudegi til sunnudags. Andrea Ýr Ásmundsdóttir leiðir meistaraflokk kvenna með 5 höggum, á eftir henni kemur Lilja Maren Jónsdóttir og í þriðja sæti Kara Líf Antonsdóttir. Örvar Samúelsson lék best í meistaraflokki karla á 73 höggum og Lárus Ingi Antonsson fylgir honum fast á eftir á 74 höggum. Í þriðja sæti er Tumi Hrafn Kuld á 75 höggum.
Létt sunnanáttin veitti kylfingum aðhald á köflum og gerir enn þegar þetta er ritað. Góð spá er áfram fyrir helgina og hægt er að fylgjast með stöðunni hér: https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/4542105/leaderboard