Veðrið lék við keppendur, sunnan átt og hlýindi.
Am - Am liðakeppni GA er mót sem hóf göngu sína 2008 og verður haldið í september ár
hvert, til styrktar afreksstefnu Golfklúbbsins. Golfklúbbur Akureyrar stendur fyrir þessu golfmóti til að standa straum að kostnaði við
þátttöku okkar í sveitakeppnum GSÍ og þátttöku betri kylfinga okkar í stigamótum og Landsmótum.
Um er að ræða liðakeppni - fyrirkomulagið er þannig að þrír kylfingar skrá sig sem sveit og GA leggur til fjórða manninn í hverja
sveit og er þar um að ræða kylfing með lága forgjöf. Sveitirnar draga um sinn fjórða mann. Í keppninni telja tvö bestu skorin
(höggleikur) á hverri holu. Leikið er með forgjöf.
Sigurvegarar voru Naglbítarnir – Örn Viðar Arnarson, Þórhallur Pálsson, og Albert kokkur Hannesson og þeirra lágforgjafakylfingur var Jason Wright, þeir spiluðu á 125 höggum. Í 2. sæti var liðið 4 Amigos en það lið skipuðu þeir Sigurður Samúelsson, Eiður Sefánsson og Darren Patton, þeir drógu Höllu Berglindi með sér og léku þau á 127 höggum og í því 3. á 128 höggum var liðið Speedo það voru þeir Kristján Benedikt, Snorri Bergþórsson og Stefán Jónsson ásamt lágforgjafarkylfingnum Sigurði Ingva.
Nándarverðlaun voru á 4, 11 og 18. holu – Næstur á 4 holu var Sigurður Ingvi 2.28m frá. Skúli Eyjólfsson var næstur holu á 11. braut 4.20m frá og á 18. braut var Hilmar Gíslason næstur holu 0,71m frá.
Boðið var upp á glæsilegan málsverð að móti loknu og gerðu keppendur góðum veitingum góð skil.
Vill Golfklúbburinn þakka Vífilfelli og Norðlenska fyrir frábæran stuðning við mótið.