Andrea Ýr Ásmundsdóttir íslandsmeistari í höggleik

Andrea Ýr var rétt í þessu að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn í höggleik eftir bráðabana!

Andrea lék hringina þrjá á 84-83-86  og vann 5 högg í dag af Kingu Korpak úr GS til að tryggja sér bráðabana þar sem hún sigraði en þetta er annað árið í röð sem Andrea hampar þessum titli, frábær árangur!

Kristján Benedikt endaði í 2.sæti í sínum aldursflokki eftir að hafa leikið á 82 höggum í dag og þurfti að láta sér nægja 2.sætið með eins höggs mun.

Í flokki 17-18 ára voru þeir Fannar Már Jóhannsson sem hafnaði í 6 sæti á 226 höggum og fylgdi Tumi Kúld þar á eftir í 7 sæti á 228 höggum.

Víðir Steinar lenti í 21 sæti á 246 höggum.

Aron Elí í 31 sæti á 252 höggum

Stefán Einar í 32 sæti á 253 höggum

Aðalsteinn Leifsson í 34 sæti á 259 höggum.

Í flokki 14 ára og yngri

Lárus hreppti 6 sætið á 242 höggum

Gunnar Aðalgeir lenti svo í 11 sæti á 252 höggum

Mikael Máni var í 16 sæti á 266 höggum


Við hjá GA óskum þeim innilega til hamingju með þennan árangur:)