Andrea Ýr heldur áfram að bæta rósum í hnappagatið en um helgina sigraði hún Huldu Clöru frá GKG 1/0 í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í flokki telpna, 15-16 ára. Leikið var á Húsatóftavelli í Grindavík og var Andrea í 1-2 öðru sæti í höggleiknum og vann síðan sannfærandi sigra í 8 manna og 4 manna úrslitum, 7/5 og 5/3.
Sigurinn var extra sætur fyrir Andreu en hún tapaði einmitt á móti Huldu í bráðabana um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í fyrra!
Við óskum Andreu innilega til hamingju og erum gríðarlega stolt af þessum frábæra árangri hennar!
Það voru fleiri GA krakkar sem tóku þátt í Íslandsmótinu í holukeppni að þessu sinni en Kristján Benedikt og Óskar Páll duttu báðir út í 8 manna úrslitum eftir 2/1 tap. Þá þurfti Víðir Steinar að játa sig sigraðan í 16 manna úrslitum 1/0 sem og Mikael Máni sem tapaði 2/1 þar og Marianna sem tapaði 4/3. Starkaður og Lárus rétt misstu af 16 manna úrslitum og þá tóku Björn Torfy og Brimar Jörvi einnig þátt og komust ekki áfram.
Þá tóku nokkrir GA krakkar þátt í Áskorendamótaröð Íslandsbanka og ber þar að nefna að Skúli Gunnar Ágústsson jr. hafnaði í öðru sæti í flokki 12 ára og yngri, frábærlega gert hjá þessum efnilega kylfingi. Auður Bergrún og Birna Rut tóku einnig þátt og höfnuðu í 4. og 5. sæti. í sínum flokki.