Nú um helgina fór fram sveitakeppni GSÍ í fjölmörgum flokkum.
GA átti sex fulltrúa og stóðu allir okkar kylfingar sig mjög vel.
Hér á Jaðri fór fram sveitakeppni pilta 18 ára og yngri og áttum við í GA fulltrúa í þremur sveitum.
Það eru sveit GA, sameiginleg sveit GA/GHD/GÓ og einnig sameiginleg sveit GA/GH.
Það sáust mörg falleg tilþrif hjá þessum ungu og efnilegu kylfingum og fóru leikar þannig að sveit GA stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæran úrslitaleik við Keili.
Lokastaðan:
1. GA
2. GK (1)
3. GKG (A)
4. GM
5. GR (B)
6. Hamar, Akureyri, Ólafsfjörður
7. GK (B)
8. GV
9. GR (A)
10. GHG/Sandgerði
11. GKG (B)
12. GO
13. GL
14. GH / GA
Á Flúðum spilaði sameiginleg sveit GA/GÓ í sveitakeppni stelpna 15 ára og yngri. Stóðu stelpurnar sig virkilega vel og enduðu í öðru sæti.
Lokastaðan:
1. GKG-1
2. GA/GÓ
3. GKG-2.
4. GK
5. GR (1)
6. GR (2)
Á Hellu spilaði sameiginleg sveit GA/GSS, þar stóðu drengirnir sig vel og enduðu í sjötta sæti.
Lokastaðan:
1. GR (2)
2. GM
3. GKG 1
4. GR (1)
5. NK
6. GA
7. GKG (2)
8. GL
9. GS
10. GM (2)
11. GO
12. GOS
13. GK
14. GF/Geysir
Það voru svo stelpurnar í öldungasveit GA sem spiluðu í 1. deildinni á golfvellinum á Hellishólum. Þar spiluðu þær úrslitaleik um áframhaldandi veru í efstu deild og voru grátlega nálægt því að tryggja sig áfram í deildinni. Leikurinn tapaðist 3 - 2 og fóru allir þrír leikirnir sem töpuðust í bráðabana. Sannarlega hetjuleg barátta á stelpunum.