Metþátttaka var í Áramótapúttmóti unglingaráðs GA.
Aldrei hafa jafn margir kylfingar tekið þátt í púttmóti á vegum klúbbsins, keppt var í 3 flokkum karla, kvenna og unglingaflokki. Keppni var mjög jöfn í öllum flokkum og þurfti að telja til baka til að fá úrslit.
Sigurvegarar í karlaflokki voru allir með 31 pútt: Vigfús Ingi Hauksson var í 1. sæti, Anton Ingi Þorsteinsson í 2. sæti og Þórir V. Þórisson í 3. sæti
Í kvennaflokki sigraði Auður Dúadóttir hún var með 31 pútt, í 2. sæti var Anna Einarsdóttir með 32 pútt og í 3. sæti Halla Sif Svavarsdóttir með 33 pútt, einnig með 33 pútt voru þær Brynja Herborg og Stefanía Kristín.
Í unglingaflokki sigraði Stefán Einar Sigmundsson hann var með 30 pútt, í 2. sæti var Kjartan Atli Ísleifsson líka með 30 pútt og í 3. sæti var Víðir Steinar Tómasson með 31 pútt.
Unglingaráð þakkar öllum stuðninginn og óskar öllum gleðilegs nýs golfárs.