Árangur okkar fólks á Íslandsmótinu

Örvar að pútta í mótinu
Örvar að pútta í mótinu

Íslandsmótið var í þetta sinn haldið á Korpúlfsstaðavelli og lauk því sunnudaginn síðastliðinn. Í ár voru fjórir kylfingar sem gerðu sér ferð suður til að keppa, en það voru þau Björgvin Þorsteinsson, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Ævarr Freyr Birgisson og Örvar Samúelsson, og var árangur þeirra eftirfarandi:

 

Örvar Samúelsson - 12. sæti

- Örvar stóð sig mjög vel og var í lengi vel í verðlaunasæti. Fyrir mótið vann Örvar keppnina "Nákvæmasti kylfingur landsins", og í mótinu sjálfu var hann að slá frábærlega, en líkt og venjulega klikkaði pútterinn. Flott frammistaða.

 

Ævarr Freyr Birgisson - 33. sæti

- Ævarr var að taka þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti og gjörsamlega blómstraði í þessu móti. Hann flaug í gegnum niðurskurðinn og spilaði með mörgum af bestu kylfingum landsins. Glæsilegur árangur og verðmæt reynsla í bankann.

 

Björgvin Þorsteinsson - náði ekki niðurskurð

- Var að taka þátt í sínu fimmtugasta Íslandsmóti og er hokinn af reynslu. Þrátt fyrir vasklega frammistöðu komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn.

 

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir - náði ekki niðurskurð

- Stóð sig með ágætum og spilaði meirihlutann af mikilli fagmennsku. Það varð henni að falli að sprengja nokkrar holur, sem varð til þess að hún rétt missti af áframhaldandi þátttöku í mótinu. Fín frammistaða.

 

 

Golfklúbburinn er mjög hreykinn af árangri þessara kylfinga, en mikill uppgangur er á afreksstarfi innan klúbbsins og innan fárra ára munu mun fleiri taka þátt í Íslandsmótinu. Klúbburinn óskar þeim til hamingju með árangurinn.