Arctic Open 2019 verður haldið dagana 19.-22. júní þetta sumarið. Mótið verður hið glæsilegasta í ár og eru skipuleggjendur þegar byrjaðir að plana mótið, finna skemmtiatriði fyrir lokahófið og skoða flottar teiggjafir.
Mótið í fyrra var frábært og var það spilað í kringum heimsmeistaramótið í fótbolta og fengum við frábært veður, einkum seinni nóttina.
Skráning í mótið er í fullum gangi og hafa þegar fjöldi kylfiinga skráð sig, frá ýmsum þjóðum, allt frá Kína til Bandaríkjanna. Nánar um mótið á heimasíðu Arctic Open
Hér má sjá þrjú myndbönd sem gerð voru í kringum mótið í fyrra:
Skratch er youtube myndgerðarmaður sem kom í heimsókn í fyrra og gerði þetta flotta myndband :https://www.youtube.com/watch?v=Fc-nW_CNDKY&t=1s
TheWeekendGolfer er einnig þekktur fyrir sín youtube myndbönd og gerði þetta skemmtilega myndband: https://www.youtube.com/watch?v=7NuZG9YJyIE&t=5s
Við hjá GA fengum Tjörva frá GS-production til að gera þetta myndband fyrir okkur frá mótinu í fyrra: https://www.youtube.com/watch?v=rr0sr2uUVRg
Við hjá GA hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að taka þátt í þessu skemmtilega móti en markmið okkar er að gera það eins glæsilegt og hægt er.