Arctic Open 2023 - Sverrir Þorvaldsson (Lelli) Arctic Open meistari!

Sverrir Þorvaldsson, Lelli, Arctic Open meistari 2023
Sverrir Þorvaldsson, Lelli, Arctic Open meistari 2023

Hinu árglega og geysivinsæla Arctic Open móti lauk formlega með stórglæsilegri kvöldskemmtun og verðlaunahófi á laugardagskvöldinu síðasta upp í golfskálanum á Jaðri. Í ár tóku 252 kylfingar þátt í mótinu og voru þeir gríðarlega heppnir með veðrið sem lék svo sannarlega við okkur þessa dagana. Miðnætursólin lét sjá sig báða keppnisdaga og var veðrið einnig með besta móti á laugardagskvöldinu. Mótið er það fjölmennasta frá upphafi og erum við hjá GA ánægð hversu gríðarlega vel tókst að halda utan um keppendur á meðan móti stóð. 42 erlendir kylfingar tóku þátt í mótinu ár frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Belgíu, Ítalíu, Hollandi, Kanada, Englandi og Ástralíu.

Gleðin var svo sannarlega við völd hjá keppendum í mótinu og spilamennskan til fyrirmyndar. Keppendur voru hæst ánægðir með umgjörðina í mótinu, flottar teiggjafir og sérstök ánægja í kakóskúrnum þetta mótið enda höfðu fjósakallarnir okkar byggt gríðarlega flotta aðstoðu fyrir kakó, stroh og soðið brauð og kunnum við þeim og frábæru sjálfboðaliðum sem stóðu vaktina í skúrnum bestu þakkir fyrir. Á laugardagskvöldinu var stórglæsilegur kvöldverður sem Friðjón hjá Jaðar Bistro eldaði af stakri snilld, lamb, kjúklingur, meðlæti og svo að lokum dessert með besta móti. Villi Naglbítur stýrði veislunni af stakri snilld og lukkaðist kvöldið gríðarlega vel í rjómablíðunni upp á Jaðri. 

Svona mót eins og Arctic Open væri ekki hægt að gera svona skemmtilegt og flott ef ekki væri fyrir okkar öflugu styrktaraðila, sjálfboðaliða og starfsfólks og viljum við þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur í kringum mótið kærlega fyrir. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að taka á móti enn fleiri kylfingum á næsta ári þegar Arctic Open verður haldið í 39. sinn. 

Hér má sjá lista yfir verðlaunahafa í mótinu í ár:

Nándarverðlaun:

Fimmtudagur:
4. hola: Bergþór Karlsson102 cm
8. hola: Doug Corby sr. 104 cm
11. hola: Róbert Ingi Tómasson 7cm
14. hola: Jónas Björnsson 92 cm
18. hola: Shaun Sullivan 157 cm

Föstudagur:
4. hola: Eggert Högni Sigmundsson 196 cm
8. hola: Torfi Rafn Halldórsson 137 cm
11. hola: Kristinn Gústaf Bjarnason 66 cm
14. hola: Doug Corby sr. 56 cm
18. hola: Anton Ingi Þorsteinsson 44cm

Punktakeppni m/forgjöf - Arctic Open meistari
1.sæti: Sverrir Þorvaldsson 81 punktur
2.sæti: Stefán Bjarni Gunnlaugsson 81 punktur
3. sæti: Róbert Ingi Tómasson 81 punktur

Höggleikur án forgjafar
1. sæti: Jón Þór Gunnarsson 145 högg
2. sæti: Greg Preston 146 högg
3. sæti: Russ Berry 147 högg

Höggleikur konur
1.sæti: Anna Jódís Sigurbergsdóttir 162 högg
2.sæti: Ásta Óskarsdóttir 171 högg
3.sæti: Marsibil Sigurðardóttir 173 högg

Höggleikur 55+ karlar
1.sæti: Jón Þór Gunnarsson 145 högg
2.sæti: Doug Corby sr. 151 högg
3. sæti: Ray Plewa 162 högg

Liðakeppni
Jón Viðar Þorvaldsson, Anton Ingi Þorsteinsson, Hrefna Magnúsdóttir, Kristinn Gústaf Bjarnason