Arctic Open 2024 - Inga Lillý Brynjólfsdóttir Arctic Open meistari

Það var gríðarlega glatt á hjalla í golfskálanum á Jaðri á laugardagskvöldið þegar 39. Arctic Open móti Golfklúbbs Akureyrar lauk formlega með stórglæsilegri kvöldskemmtun og verðlaunahófi. 

Í ár var algjör metþátttaka af kylfingum í mótinu en 285 kylfingar voru skráðir til leiks og nutu þeir svo sannarlega að spila golf í mótinu. Veðrið var til friðs á keppnisdögum og lét miðnætursólin sjá sig á seinni keppnisdegi kylfingum til mikillar gleði og undrunar eftir veðurspánna fyrir mót. Það má segja að golfið hafi farið í 10 mínútna pásu þegar miðnætursólin kom eins og kölluð rétt eftir miðnætti og kylfingar lögðu kylfurnar frá sér og rifu upp símana til að fanga þessa fallegu sjón. Mótið var það fjölmennasta frá upphafi eins og áður kom fram og voru 52 erlendir kylfingar skráðir til leiks frá Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Mexíkó og Englandi. 

Gleðin var svo sannarlega við völd á mótinu sjálfu og spilamennska til fyrirmyndar, umgjörðin á mótinu í hæsta klassa en í ár var boðið upp á viskísmökkun frá Ballantine's á 1. teig sem er nýjung á mótinu, kakóhressing á 14. braut er að sjálfsögðu svo eitthvað sem keppendur geta látið sig hlakka til á meðan golfinu stendur og pylsurnar frá Kjarnafæði-Norðlenska á 5. teig á föstudeginum eru svo algjör gulrót í þá veislu sem Arctic Open er. Á laugardagskvöldinu var svo stórglæsilegur kvöldverður frá Jaðar Bistro, lamb, kalkúnn, meðlæti og dessert og var það síðan hann Björn Bragi sem stýrði veislunni af stakri snilld og greip í gítarinn undir lok kvölds ásamt gestasöngvara og var stemmingin með allra besta móti.

Við viljum þakka þeim styrktaraðilum og þá sérstaklega Icelandair og Skógarböðunum, sjálfboðaliðum og starfsfólki sem gera okkur kleift að halda mót af þessari stærðargráðu en án þeirra væri það ekki hægt. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að taka á móti kylfingum á næsta ári þegar Arctic Open verður haldið í 40. sinn dagana 19.-21. júní en aðeins örfá sæti eru laus í mótið að ári! 

Hér má sjá lista yfir verðlaunahafa á mótinu í ár:
Nándarverðlaun: 
Fimmtudagur -
4. hola: Rick Hughey 132cm
8. hola: Arnar Freyr Jónsson 50cm
11. hola: Inga Lillý Brynjólfsdóttir 57cm
14. hola: Ed Santander 82cm
18. hola: Magnús R. Guðmundsson 53cm

Föstudagur - 
4. hola: Thierry Villevieille 84cm
8. hola: Guðrún Karítas Finnsdóttir 118cm
11. hola: Árni Kvaran 181cm
14. hola: Ingvar Karl Hermannsson 253cm
18. hola: Eva Hlín Dereksdóttir 56cm

Punktakeppni m/forgjöf - Arctic Open meistari
1.sæti: Inga Lillý Brynjólfsdóttir 86 punktar
2.sæti: Sigurjón Fannar Sigurðsson 85 punktar
3.sæti: Björn Þór Guðmundsson 78 punktar

Höggleikur án forgjafar
1.sæti: James Wilson 143 högg
2.sæti: Pétur Óskar Sigurðsson 145 högg
3.sæti: Ólafur Auðunn Gylfason 147 högg

Höggleikur konur
1.sæti: Anna Jódís Sigurbergsdóttir 165 högg
2.sæti: Guðrún Sigurður Steinsdóttir 174 högg
3.sæti: Halla Berglind arnarsdóttir 175 högg

Höggleikur 55+ karlar
1.sæti: Ólafur Auðunn Gylfason 147 högg
2.sæti: Guðmundur Sigurjónsson 154 högg
3.sæti: Jón Þór Gunnarsson  155 högg

Liðakeppni: Tómas Aron Kjartansson, Björn Þór Guðmundsson, Christopher Hovan, Sam McGuinnes