Nú styttist og styttist í Arctic Open 2017 og er komin mikil tilhlökkun í okkur hjá GA að halda þetta stórglæsilega mót enn eitt árið. Það eru rétt um 220 þátttakendur skráðir í mótið nú í ár og verður gaman að fylgjast með þeim spreyta sig á vellinum á fimmtudag og föstudag.
Völlurinn er í stórgóðu ástandi og getum við fullyrt að hann er mánuði á undan því sem hann var í fyrra! Við erum því að bjóða kylfingum upp á völlinn eins og hann er vanalega í lok júlí/byrjun ágúst sem við erum gríðarlega ánægð með. Starfsmenn vallarins vinna nú hörðum höndum við það að hafa hann í sem besta standinu á fimmtudaginn kemur og trúum við því að kylfingar eigi eftir að skora völlinn vel.
Veðurspá er eins og hún er en við Akureyringar erum þekktir fyrir að vinna bug á veðurspám og koma á óvart ;)
Taumlaus skemmtun á Arctic Open 2017 - enn hægt að troða einum og einum inn ef vilji er fyrir. Setning á miðvikudagskvöld, spilað fimmtudag og föstudag, ræst út frá 13:00-23:50 ca. Síðan er lokahóf á laugardagskvöld, matur frá Vídalín og skemmtiatriði, trúbadorar og eintóm gleði.
Frábærar teiggjafir í ár - allir á völlinn!