Barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri afhent ávísun upp á kr. 550 þúsund
Á hverju ári gefst keppendum kostur á því að styrkja gott málefni í Arctic Open golfmótinu. Að þessu sinni var það Barnadeild FSA hér á Akureyri sem hlaut styrk að upphæð kr. 550 þúsund. Keppendur leggja kr. 1.000.- undir á 18 teig og hitti þeir flötina voru fyrirtæki hér í bæ tilbúin að tvöfalda þá upphæð.
Á meðfylgjandi mynd afhenda Kristinn Svanbergsson fulltrúi Arctic Open nefndar og Halla Sif Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Golfklúbbsins þeim Andreu Andrésdóttur fostöðulækni barnadeildar og Elmu Rún aðstoðar deildarstjóra barnadeildar ávísunina.
Þau fyrirtæki sem voru með okkur í ár voru: Eimskip, Enor, Finnur ehf, Kraftur Afl ehf, Síminn og Slippurinn.
Vill Golfklúbburinn þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessari söfnun með okkur.