Kæru GA félagar,
Þá hafa verið stofnaðar kröfur fyrir árgjöldum 2023 í heimabanka ykkar. Sem fyrr sendum við ekki út greiðsluseðla, þeir birtast í heimabankanum ykkar.
Langar okkur því að hvetja ykkur félagar góðir að ganga frá ykkar árgjaldi um leið og kostur er. Við minnum á að þeir félagar sem hafa greitt árgjöldin sín fyrir 15. mars fá inneign upp á birdiekort á Klöppum æfingasvæði. Til að fá áfyllinguna þurfa kylfingar að fá kvittun fyrir greiðslu og koma með hana á skrifstofu GA.
Þeir sem óska eftir að greiða árgjöldin með kreditkorti eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu GA á steindor@gagolf.is og ganga frá því. Þeir félagar sem ekki hafa greitt árgjöld eða samið um greiðslu á því fyrir 1. maí verða teknir út af félagaskrá GA.
Jólakveðjur frá starfsfólki GA.