Árleg endurskoðun forgjafar hjá GA hefur farið fram og voru þær breytingar sem kerfið lagði til samþykktar í forgjafarnefnd.
71,7% kylfinga GA er með óbreytta forgjöf
Forgjafarnefnd Golfklúbbs Akureyrar hefur nú farið yfir forgjöf kylfinga og gert árlega endurskoðun á henni og sent inn til GSÍ. Við viljum minna kylfinga á að skoða forgjöfina sína og ef þeir hafa einhverjar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar verða að hafa samband við forgjafarnefnd.
Breytingarnar voru á þann veg að 10 % kylfinga voru lækkaðir í fgj., 3,6 % hækkaðir en óbreytt hjá 71,7 %. Einnig viljum við minna þá kylfinga á sem eru með óvirka forgjöf að skila inn hringjum í vor til að virkja forgjöfina.
Þess má geta að í forgjafarmótum getur sá sem er með óvirka förgjöf ekki unnið til verðlauna, svo gott er að hafa hana ávallt virka.
Óvirk forgjöf eru þeir sem hafa ekki skilað inn fjórum hringjum til forgjafar á árinu sem var að líða. 10,4 % GA kylfinga er með óvirka forgjöf.
Í 4.3 % tilfella eru kylfingar með of fáar skorir fyrir mat.
Samkvæmt forgjafarkerfi EGA og GSÍ þarf að yfirfara forgjöf meðlima á landinu og athuga hvort að kylfingar séu með rétta forgjöf miðað við spilamennsku síðasta árs. Forgjöf getur hækkað eða lækkað allt að þrjú högg á milli ára.
Sjá reglur um forgjöf á heimasíðu GSÍ www.golf.is