Þá er loksins komið að Bændaglímu GA 2023.
Mótið verður sunnudaginn 17. september og er ræst út af öllum teigum kl.10:00, mæting í skálann kl.9:30.
Liðin verða gerð kunngjör á laugardegiog verður raðað í bláa og rauða liðið og hvetjum við kylfinga til að koma klæddur í litum síns liðs.
Það munu síðan tveir spila saman á móti öðrum tveimur, betri bolti með forgjöf og spiluð holukeppni. Forgjöf er hæst veitt 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Gjaldið er 3.000kr á einstakling og er innifalið í því hamborgaraveisla hjá Jaðar Bistro að leik loknum.
Skráning er á golfbox, jonheidar@gagolf.is eða í síma 462-2974.