Bændaglíma GA 2007
Haldin laugardaginn 15. september
Ræst verður út frá öllum teigum kl. 10Félagar mæti tímanlega skráning er með þeim hætti að félagar setja nafn sitt í pott eftir forgjöf og draga bændur saman í lið eftir því. Bændur eru þeir feðgarHalldór Rafnsson og Elfar Halldórsson
Firmakeppni GA 2007
Haldin Sunnudaginn 16. september
Eins og undanfarin ár þá er ein af fjáröflunarleiðum Golfklúbbsins að vera með Firmakeppni, nú í ár er hún haldin 16. sept. og er þá fyrirtækjum boðið að vera með gegn 15.000.- greiðslu og spilar þá annað hvort fulltrúi fyrirtækis eða þá einhver félagi í GA, spilaðar eru 9 holur – punktakeppni og það fyrirtæki sem vinnur fær til varðveislu í eitt ár elsta og stæðsta silfurbikar í eigu klúbbsins.
Ennfremur þakkar klúbburinn fyrir sig með kaffi hlaðborði að leik loknum á sunnudag.