Bændaglíman og Firmakeppni 2011

Bændur í ár eru heiðursmennirnir Heimir Jóhannsson og Magnús Ingólfsson.

Bændaglíman – laugardaginn 24. september

Bændur í ár eru heiðursmennirnir Heimir Jóhannsson og Magnús Ingólfsson

Kylfingar mæta í hús milli kl. 9.30 og 10.00 og skrá sig til leiks miðað við forgjöf, bændur draga svo saman í lið og verður svo ræst út frá öllum teigum ekki seinna en kl. 10.30.
Spilaðar verða að hámarki 18 holur verði jafnt eftir 18 þá skiptist vinningur á bæði lið.
 

Firmakeppni Sunnudaginn 25. september

Leikfyrirkomulag - Betri bolti - tveir leika saman betri bolta fyrir hvert fyrirtæki – hæsta gefin forgjöf er 18
(á níu holum helmingur)

Leiknar eru 9 holur með forgjöf og geta menn spilað frá kl. 10.00

Eftir firmakeppnina á sunnudag verður boðið upp á kaffi og með því um - kl. 15,30
  

Ef þitt fyrirtæki vill styðja við klúbbinn og vera með lið þá er það kr. 15.000.- per lið.