Núna er sumarið komið og unglingastarfið er í miklum blóma að vanda. Boðið er upp á golfskóla fyrir byrjendur -vika í senn og svo eru æfingar fyrir lengra komna virka daga. Mikil og góð þátttaka er í öllum tímum. Reglulega eru svo haldin mót fyrir krakkana þar sem mikil gleði og keppnisandi ríkir. Var meðfylgjandi mynd tekin í lok 1. mótsins. Keppt er í nokkrum flokkum og eru veitt verðlaun fyrir 1.2. og 3. sæti í öllum flokkum. Að unglingastarfinu koma margir styrktaraðilar má þar nefna Greifann, Vífilfell og KEA.
Nýtt námskeið - Golfskóli byrjar á mánudaginn 18. júní.
Fleiri myndir frá barna- og unglingastarfi GA eru í myndamöppu - unglingastarf.
Einnig eru byrjuð námskeið fullorðinna og eru þau á þriðjudögum og fimmtudögum í sumar.