Eins og venja er þá er Bautamótið fastur liður í mótahaldi Golfklúbbsins og var það haldið í dag í blíðu veðri eins og alltaf er þegar þetta mót er haldið. Fjöldi þáttakenda var 89, Bautamenn buðu upp á mikla veislu í mótslok, sitt margrómaða tertuhlaðborð og heitt súkkulaði með rjóma, keppendur gerðu þessu veitingum góð skil.
Veitt eru verðlaun með og án forgjafar og þurfti að útkljá úrslit í 1.-3. sæti án forgjafar með bráðabana á 18. holu. Jöfn í þessum sætum voru Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, Jóhann Örn Bjarkarson úr GSS og heimamaðurinn Ingvar Karl Hermannsson en hann gat ekki tekið þátt í bráðabananum svo hann lenti í 3. sæti og Ragnhildur bar lægri hlut fyrir Jóhanni eftir að þau höfðu spilað 2. sinnum á 18. braut.
Hér koma helstu úrslit:
Næst holu á 4. braut
Jón Orri Guðjónsson GA 1.71 m
Næst holu á 6. braut
Guðmundur Finnsson GA 2.55 m
Næst holu á 11. braut
Elvar Örn Hermannsson GA 2.27 m
Næst holu á 18. braut
Bjarni Ásmundsson GA 73 cm
Kvennameistari Bautans 2011
Unnur Elva Hallsdóttir með 35 punkta
3. sæti án forgjafar –Ingvar Karl Hermannsson GA 34 p
2. sæti án forgjafar – Ragnhildur Sigurðardóttir GR 34 p
1. sæti án forgjafar – Jóhann Örn Bjarkason GSS 34 p
3. sæti með forgjöf – Elvar Örn Hermannsson GA 38 punkta
2. sæti með forgjöf – Davíð Hristján Hreiðarsson 40 punktar
Bautameistarinn 2011
1 sæti með forgjöf
– Högni Hallgrímsson GO með 40 punkta
Besta nýting á velli
Guðmundur Gíslason GA