Birgir V. Björnsson, golfkylfusmiður og golfkennari mun koma norður 27. febrúar og vera með mælingar á golfkylfum hjá okkur á laugardeginum 27. og sunnudeginum 28. Hann verður frá 10-17 á laugardegi og 10-14 á sunnudegi. Birgir er sá færasti á sínu sviði hér á Íslandi og sérsmíðar golfkylfur eftir hentileika hvers og eins.
Hægt verður að prufa nýjustu Titleist TSi kylfurnar og spánýju Ping G425 línuna og fá fullkomna mælingu frá Birgi. Mælingin kostar 14.000kr og er þá mælt fyrir járn, hybrid og trékylfur, einnig er hægt að panta hálftíma mælingu á 8.000kr og þá er annað hvort mælt fyrir járn eða trékylfur . Pantanir fara fram á jonheidar@gagolf.is - einstakt tækifæri fyrir kylfinga.
Nánar um Birgi á golfkylfur.is