Bændaglíma GA fór fram á laugardaginn í blíðskapar veðri og voru 68 kylfingar sem mættu til leiks og freistuðu þess að ná í sigur fyrir sitt lið.
Það fór svo að bláa liðið undir leiðsögn Böðvars Þóris fór með sigur úr býtum með 10 vinninga gegn 7 hjá rauða liðinu sem var stjórnað af Guðrúnu Karítas.
Mikil stemming myndaðist í mótinu og viljum við þakka þeim kylfingum sem tóku þátt kærlega fyrir skemmtunina á laugardaginn.
Bændaglíman markar ávallt vissan endapunkt í mótahaldi GA og viljum við þakka fyrir frábært sumar í mótahaldi og erum við strax farin að hlakka til næsta árs.
Ef veður og vindar verða okkur hliðhollir næstu daga og vikur munum við ef til vill reyna að henda í haustmót einhverja helgina og munum við þá auglýsa það þegar að því kemur.
Fram að því er völlurinn áfram opinn og hvetjum við okkar félaga til að ganga vel um völlinn og nýta sér það að geta spilað golf í október.
Þá fer Golfhöllin að opna á næstu vikum og munum við taka vel á móti ykkur í henni í vetur.