Í gær var botnplatan steypt og gekk allt vel. Verkið hafði verið stopp í nokkra daga þar sem það kyngdi niður snjó hér á Akureyri. Það var svo tekin ákvörðun um það síðastaliðinn fimmtudag að láta á það reyna að steypa á sunnudaginn ( í gær) þar sem veðurskilyrði áttu að verða mjög góð þá. Heimir pípari tengdi heita vatnið inn á plötuna og því ekkert því til fyrirstöðu að steypa ef veður yrði gott.
Það gekk allt upp og því var steypt í gær. Hafist var handa við það á aðfaranótt sunnudags þegar hitastig fór upp fyrir frostmark að bræða þann snjó sem eftir var á plötunni, það tók smá tíma en gekk upp og eftir það gekk allt eins og í sögu og botnplatan því komin niður.
Það voru stórgolfararnir og múrararnir Gunni Berg, Óli Gylfa og Robbi sem sáu um að steypa plötuna með dyggri aðstoð starfsmanna GA.
Það ætti svo að vera hægt að hefjast handa við að slá upp veggjunum á morgun þriðjudag og verður gaman að sjá þetta stórglæsileg æfingasvæði rísa upp úr jörðinni.