Breytingar á 11. braut Jaðarsvallar 2024

Miklar breytingar hafa verið í gangi á 11.brautinni í vor en um töluverða stækkun er að ræða á flötinni ásamt jarðvegsskiptum í forgreeni. Aðgengi að flöt stórbætt og tveimur tjörnum lokað, mörgum til yndisauka. Flötin stækkar fram á við en þó mest til hliðar eða upp alla hægri hlið flatar. Snöggsleginn bakki verður meðfram flötinni, brautarsvæði og grasdældir koma í stað glompu og tjarna, hægra megin við flöt. Þessar breytingar eru taldar bæta ásýnd og umferðardreifingu inn á og útaf flöt, auk þess að auðvelda umhirðu. Stækkun flatarinnar mun svo bjóða upp á mun fleiri holustaðsetningar.

"Vallarstarfsmenn hafa unnið hörðum höndum að þessum breytingum og fá mikið hrós fyrir, en óhætt er að segja að veðrið hafi skapað ansi krefjandi vinnuastæður svo vægt sé tekið til orða. Í dag var lokið við að tyrfa það svæði sem á að tyrfa, þ.e.a.s. flatarstækkun og brautarsvæðið. Næst verður farið í að sá í moldarsvæðið þar sem tjarnir voru og því næst dúklagt yfir það til að flýta sem mest fyrir spírun.

Brautin verður opnuð fyrir spil á mánudaginn næsta, 17.júní. Leikið verður á 11.flötina eins og hún var fyrir breytingar. Uppstillingar og/eða drop svæði verða svo næstu vikur á nýlögðu torfinu við hlið flatar og biðlum við til kylfinga að ganga varlega og snyrtilega um svæðið svo útkoman verði sem hröðust og best. 

Eins vil ég brýna fyrir kylfingum Jaðarsvallar að umgengni má bæta töluvert og ber þar helst að nefna að grettistaki þarf að lyfta í átaki gegn viðgerðum boltafara. Gerum við boltaför sem við sjáum á flötunum, líka annarra!" með kveðju Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri GA