Bryndís Eva sigraði Icelandic Junior Midnight Challenge

Á föstudaginn síðasta, 21. júní lauk Icelandic Junior Midnight Challenge mótið sem er haldið hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar en mótið er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni. Mótið er fyrir kylfinga 23 ára og yngri og voru 36 kylfingar skráðir til leiks. Í stúlknaflokki var keppt í einum flokki 18 ára og yngri og var þar okkar kylfingur, hún Bryndís Eva Ágústsdóttir, hlutskörpust þeirra allra en hún lék hringina þrjá á 219 höggum eða 6 höggum yfir pari. Jöfn henni var Auður Bergrún Snorradóttir GM sem keppti fyrir hönd GA á sínum yngri árum en þær þurftu að fara í bráðabana þar sem Bryndís Eva hafði betur.

Frábær árangur hjá Bryndísi og óskum við henni innilega til hamingju en þetta er annað árið í röð sem kylfingur á vegum GA vinnur þetta mót en í fyrra sigraði Veigar Heiðarsson (https://www.gagolf.is/is/um-ga/frettir/veigar-heidarsson-sigradi-a-icelandic-junior-midnight-challenge)

Bryndís er í stúlknasveit GA sem hefur leik á morgun á Jaðarsvelli í Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri.