Sælir kæru félagar
Í dag, mánudag, eigum við von á fjölmörgum vörum í golfbúðina okkar um hádegi og því full ástæða fyrir ykkur að kíkja við og sjá hvort ekki sé eitthvað sem ykkur vantar :)
Við munum svo hafa búðina opna frá 8-20 alla daga vikunnar ef veður og golf leikur við okkur.
Völlurinn er á hraðri uppleið og styttist óðum í að við getum farið að opna fleiri holur og inn á einhverjar flatir og munum við flytja ykkur fregnir af því um leið og við verðum með nánari tímasetningar á því.