Byko Open

Nú í dag fór fram Byko open á Jaðri.  Það voru 120 hressir kylfingar sem mættu til leiks í dag og spiluðu við nokkuð erfiðar aðstæður þar sem það var allhvasst.  Sást það á skorinu og þess má geta að CSA leiðréttingarstuðull dagsins er +2.

Úrslit dagsins voru eftirfarandi.

Besta skor – Kristján Benedikt Sveinsson 73 högg.

Í punktakeppninni var mikil spenna og voru þrír kylfingar jafnir með 37 punkta.  Eftir að hafa reiknað til baka kom það í ljós að sigurvegarinn í punktakeppninni líkt og í höggleiknum er Kristján Benedikt Sveinsson.

Í öðru sæti varð Sigurður Skúli Eyjólfsson sem hafði betur í baráttunni um 2 sætið við Sævar Pétursson sem endaði því í þriðja sæti.

Nándarverðlaun hlutu svo eftirfarandi

 

4. braut – Fannar Már Jóhannsson. 170 cm

6. braut – Mikael Máni Sigurðsson. 284 cm

11. braut – Haraldur Júlíusson. 434 cm.

18. braut – Orri Björn Stefánss. 420 cm.

 

Lengsta upphafshögg á 15. Braut.  Kristján Benedikt Sveinsson

 

Óskum við vinningshöfum kærlega til hamingju með árangurinn.  Hægt er að vitja vinningana á skrifstofu GA.