Námskeið fyrir börn og unglinga eru að hefjast hjá Golfklúbbnum enn eru örfá pláss laus á fyrsta barna- og unglinganámskeiðið sem hófst í dag, næst kennt á miðvikudag kl. 14.
Námskeiðið er 6 skipti kennt mánudag, miðvikudag og föstudag frá kl 14 - 15
Fullt er á fyrsta námskeið fullorðinna og annað námskeið fyrirhugað.
þeir sem áhuga hafa að skrá sig setji sig í samband við Ólaf Gylfason kennara í síma 844 9001 eða á netfang oligolf@simnet.is
Hjá GA leggjum við áherslu á að taka vel á móti nýliðum í klúbbinn, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrsta spor og þeim sem hafa reynslu af golfi annars staðar frá.
Það er með golfið eins og aðrar íþróttir það er alltaf einhver þröskuldur að sigrast á, en munum það að allir kylfingar hafa verið nýliðar. Við bjóðum upp á nýliðanámskeið allt árið um kring, á vorin og sumrin á æfingasvæði klúbbsins að Jaðri og á veturna í inniaðstöðunni okkar í Golfhöllinni (sem staðsett í kjallara íþróttahallarinnar). Ætlast er til að nýliðar sem ekki hafa fengið skráða forgjöf fari á slíkt námskeið.
Námskeiðsgjaldið gengur upp í árgjald viðkomandi gangi nýliðinn í klúbbinn innan fjögurra vikna frá námskeiði.
Hægt er að sækja um aðild að klúbbnum á skrifstofunni í golfskálanum, með því að hringja í síma 462 2974, eða með því að senda inn umsókn í gegnum heimasíðu klúbbsins www.gagolf.is.
Velkominn í Golfklúbb Akureyrar - við tökum vel á móti þér