Ágætu kylfingar – Umgengni á Jaðri
Við viljum árétta bætta hegðun og umgengi á Jaðarsvelli. Við hvetjum kylfinga til að gera við kylfu og boltaför en gríðarlega mikilvægt er fyrir gæði flatanna að boltaför séu lagfærð. Bætt umgengni á flötunum eykur gæði flatanna og um það hljóta allir að vilja sameinast um.
Einnig hefur nú verið spreyjuð hvít lína í hæfilegri fjarlægð frá flatarkanti eða um 12-15m fjarlægð. Við viljum því árétta að kerrur og bílar eru með öllu óheimilt að fara inn fyrir þessar línur og/eða nær en 12-15m frá flatarkanti. Þetta er gert til þess að grassvæðin í umhverfi flata geti verið í sem besta ásigkomulagi og því nauðsyn að færa umferðina fjær flatarkanti. Endilega látum orðið berast með þetta og hjálpumst að við að koma þessu í rútínu hjá þeim kylfingum sem ekki fara eftir þessu nú þegar. Einnig hvetjum við kylfinga til að nýta stígana sem eru á holunum sem best og að umferðin fari þar fram.
Við viljum líka benda á að nýlega var háa grasið hægra megin á 12. braut merkt rautt og ætti það að hjálpa til við leikhraða á brautinni.